Samskipti við starfsmenn
Vinnuaðstaða
Nýir starfsmenn
Starfsánægja
Kröfur til starfsmanna
Kröfur til starfsmanna þurfa að vera skýrar og raunhæfar. Starfsmenn hafa ekki alltaf sama hvata og eigendur fyrirtækja til að vinna langa vinnudaga.
Afkastahvetjandi- og árangurstengd launakerfi geta reynst vel til þess að auka framlegð. Í fyrirtækjum starfar oft fólk með ólíka persónuleika og langanir. Sumt starfsfólk starfar t.d. betur undir rólegu andrúmslofti og fyrirsjáanleika í vinnuréttarsambandinu meðan öðru starfsfólki getur hentað betur að hafa meiri áskoranir og möguleika á því að vinna lengri vinnudag ef þörf er á. Fjölbreytileiki getur verið mikill styrkur fyrir fyrirtæki.
Þau fyrirtæki sem vilja ná sem bestum árangri og laða að sér fjölbreytt starfsfólk þurfa einnig oft að hafa fjölbreytt launakerfi.