Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta notendaupplifun. Sjá nánar í persónuverndarstefnu okkar á www.litlaisland.is/personuvernd
Ég samþykki

Litla Ísland

Litla Ísland - vettvangur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar

  • Hlaðvarp
  • Rekstrargrunnur
    • Fjármál
    • Markaðsmál
    • Markmið
    • Samningar
    • Skipulag
    • Starfsfólk
  • Rekstrarráðgjöf
  • Litla Ísland
  • Aðild

Heilsufarsmæling á fyrirtækinu þínu

REKSTRARRÁÐGJÖF  

Litla Ísland aðstoðar félagsmenn við að greina og styrkja rekstur sinn með því að fara yfir lykilþætti hans, styrkleika og veikleika.

Rekstrarráðgjafi Litla Íslands er Ingibjörg Björnsdóttir lögmaður og viðurkenndur bókari en hún hefur áralanga reynslu af fyrirtækjarekstri og rekstrarráðgjöf. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að fá rekstrarráðgjöf geta bókað tíma hér fyrir neðan.

Hvað felst í rekstrarráðgjöf Litla Íslands? 

Rekstrarviðtal (Teams): Farið almennt yfir lykilþætti í rekstri og hvar betur megi fara eða einstök vandamál í rekstri rædd sérstaklega.

Rekstrarráðgjöf Litla Íslands er eingöngu í boði fyrir fyrirtæki sem eru aðilar að þeim samtökum sem að verkefninu standa. Frekari upplýsingar um verkefnið og samtökin má finna hér.


Meðmæli með ráðgjöfinni má finna hér að neðan.

 

Sigurlaug Gissurardóttir, Brunnhóll ehf., félagsmaður í SAF

„Átti einkar þægilegt símtal við Ingibjörgu um möguleika á úrræðum í sambandi við rekstur gistiheimilis okkar þegar við stöndum frammi fyrir algeru tekjufalli undanfarnar vikur og fyrirsjáanlegar næstu vikur. Samtalið var uppbyggjandi og hvatti hún mig til að horfa á reksturinn heilt yfir, greina styrkleika og veikleika til þess að vera betur í stakk búin til að takast á við þá ógn sem vissulega blasir við en horfa ekki síður til tækifæranna sem geta styrkt reksturinn á þeim óvissutímum sem framundan eru. Ég mæli hiklaust með að leita til hennar og Litla Íslands og ætla að taka með þeim næsta skref, frekari greiningarvinnu.”

 

Víglundur og Guðlaug hjá Puffin Travel ehf., félagsmenn í SAF

„Takk Ingibjörg fyrir frábæran fund í morgun. Gott að fá þetta tækifæri til að rýna fyrirtækið sitt og tala um hvað má betur fara og hvað er á réttri leið og jafnvel komið. Skrýtið að það þurfti Covid aðstæður til að faraí þessa vegferð en þetta er eitthvað sem maður ætti að gera á 5 ára fresti og rýna til gagns. Ingibjörg er fagmaður og gott að leita til hennar og ráðleggingarnar á mannamáli sem er enn betra. Takk Ingibjörg við förum glöð inn í helgina full af eldmóð.”

 

Pétur Hákon Halldórsson hjá Raftækjasalan ehf., félagsmaður í SI

„Átti í morgun mjög gott samtal við Ingibjörgu, sem fræddi mig um þessa þjónustu sem Litla Ísland er að veita. Í rekstri eru oft litlu hlutirnir sem gleymast, og það minnti Ingibjörg mig á. Það vakti mig til frekari umhugsunar um rekstur okkar og mun ég panta í framhaldinu rekstarviðtal, til að skerpa enn frekar á rekstarmálum okkar, sem ég held að öllum sé hollt að gera.”

 

Þór Sigurðsson hjá Expluria ehf., félagsmaður í SAF

„Símaviðtalið við Ingibjörgu var algerlega frábært! Hún er virkilega vel inn í öllum þeim hlutum sem ég var með spurningar um og meira en það. Hún var með ráðleggingar sem snýr ekki bara að styrkjamálum, heldur einnig sem snýr að reksti sprotafyrirtækja í því umhverfi sem við lifum á tímum sem þessum. Eftir samtalið fór ég inn í daginn algerlega peppaður fyrir öll þau krefjandi verkefni sem bíða mín. Mæli heilshugar með því að gefa sér tíma og tala við Ingibjörgu.”

 

Kári Þráinsson hjá Mánar ehf., félagsmaður í SVÞ

„Ingibjörg fór yfir með mér hvað þarf til að hafa sterkan rekstargrunn. Mjög góð yfirferð og á eftir að nýtast okkur mjög vel. Byrjuðum strax að vinna eftir hennar ráðleggingum. Mæli með að gefa sér tíma og bóka samtal við Ingibjörgu.”

Hús atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík
S: 591 0000
N: litlaisland@litlaisland.is

  • Email
  • Facebook
  • Fræðsla
  • Persónuverndarstefna

Skráðu þig á póstlistann!