Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð Litla Íslands var haldinn föstudaginn 3. nóvember 2017. Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Ingvar Freyr kynnti nýja heimasíðu Litla Íslands og hvatti fundargesti til að skoða heimasíðuna vel og kynna sér margvíslega fræðslu um rekstarumhverfi og rekstrargrunn fyrirtækja sem hægt er að finna á heimasíðunni.
Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður á vinnumarkaðssviði SA fjallaði um helstu ákvæði kjarasamninga og það helsta sem kemur upp í starfsmannamálum. Í því samhengi fjallaði hún m.a. um vinnutíma, uppsagarnarfrest, veikindarétt, orlof og brotthlaup úr starfi. Fundurinn var vel sóttur og fundarmenn duglegir að spyrja.