Rekstrargrunnur Litla Íslands liggur til grundvallar allri fræðslustarfsemi verkefnisins. Með rekstrargrunninum er tryggt að hugað sé að öllum lykilþáttum rekstrar. Góður rekstrargrunnur eykur líkurnar á velgengni fyrirtækisins þíns.
Góð hugmynd er ekki ávísun á velgengni. Í rekstri þarf að takast á við fjölmargar áskoranir sem er ekki alltaf hægt að sjá fyrir. Sterkur rekstrargrunnur er lykillinn að góðum rekstri.
Til að byggja upp sterkan rekstrargrunn þarf að huga vel að nokkrum lykilþáttum. Með skipulagi í ákvarðanatöku, aga í bókhaldi, hæfu starfsfólki og góðum samningum er hægt að byggja upp sterkan rekstrargrunn sem er til þess fallinn að gefa af sér heilbrigðan og hagkvæman rekstur. Eins eru skýr markmið og skynsamleg markaðssetning lykillinn að góðum árangri.
Nokkur einkenni fyrirtækja með sterkan rekstrargrunn
- Þau hafa skipulagða verkferla
- Þau hafa skýr markmið
- Bókhald er fært reglulega og eftir lögum og reglum
- Vandað er til samningagerðar um helstu kostnaðarliði
- Góður starfsandi og starfsánægja er ríkjandi
- Markaðsmálum er sinnt reglulega og af fagmennsku