Tilkynning til skattayfirvalda
Við upphaf reksturs er mikilvægt að ganga frá öllum nauðsynlegum skráningum til skattyfirvalda. Eftir að Fyrirtækjaskrá hefur úthlutað lögaðila kennitölu þarf að tilkynna starfsemi til RSK eigi síðar en 8 dögum áður en hún hefst. Sameiginleg tilkynning er fyrir virðisaukaskattsskrá og launagreiðendaskrá, sjá eyðublað RSK 5.02.
Við skráningu á virðisaukaskattsskrá er rekstraraðila úthlutað virðisaukaskattsnúmeri og skal rekstraraðili innheimta og skila virðisaukaskatti af allri þjónustu sé hún ekki undanþegin sérstaklega. Ströng skilyrði eru sett fyrir nýtingu innskatts og mikilvægt er að kynna sér reglur um innskatt.
Við skráningu á launagreiðendaskrá er rekstraraðila skylt að standa skil á afdreginni staðgreiðslu, tryggingagjaldi og greiðslum í lífeyrissjóð og stéttarfélag ásamt öðrum rekstartengdum gjöldum. Einstaklingar með rekstur á eigin kennitölu þurfa að reikna sér laun eftir sérstökum reglum um reiknað endurgjald. Viðmiðunarreglur um reiknað endurgjald eru settar árlega af RSK og er skipt upp eftir starfaflokkum. Gott er að kynna sér reglur um hlunnindi en þau teljast almennt til skattskyldra launa. Sem dæmi eru skilyrði fyrir því að halda ökutækjastyrk og dagpeningum utan staðgreiðslu ströng, sbr. skattmat RSK.
Skipurit
Verkefnalisti
Tímaskráningar
Fyrir þá sem selja þjónustu eru skipulegar tímaskráningar gulls ígildi. Gott er að skrá niður unna tíma daglega, annað hvort beint inn í verkbókhald eða annars konar tímaskráningarkerfi, t.d. í rafræna dagbók. Bókari gæti einnig, á grundvelli mánaðarskýrslu, skráð tíma inn í verkbókhald og keyrt út reikninga í kjölfarið. Lélegar tímaskráningar leiða til tekjutaps.
Tímaskráningar geta einnig nýst í öllum atvinnurekstri til tölfræðiúttekta. Niðurstöður slíkra tölfræðiúttekta kann svo að vera hægt að nýta til þess að stuðla að aukinni framleiðni og hagkvæmni í rekstri.
Fundargerðir
Tryggingar