Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta notendaupplifun. Sjá nánar í persónuverndarstefnu okkar á www.litlaisland.is/personuvernd
Ég samþykki

Litla Ísland

Litla Ísland - vettvangur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar

  • Hlaðvarp
  • Rekstrargrunnur
    • Fjármál
    • Markaðsmál
    • Markmið
    • Samningar
    • Skipulag
    • Starfsfólk
  • Rekstrarráðgjöf
  • Litla Ísland
  • Aðild

Markaðsmál

Hlutverk fyrirtækja er að þjónusta viðskiptavini, stóra sem smáa. Fyrirtæki sem ætla sér að ná árangri þurfa að huga að markaðsmálum. Vönduð stefnumótunarvinna er lykillinn að góðri markaðssetningu. Mikilvægt er að fyrirtæki myndi sér stefnu og einkunnarorð og þekki vel styrkleika sína og veikleika og þær ógnanir og tækifæri sem reksturinn stendur frammi fyrir til skemmri og lengri tíma. Öllu máli skiptir að starfsmenn séu meðvitaðir um þessi atriði svo að allir innan fyrirtækisins stefni í sömu átt.

 

Markaðsleiðir

​Að lokinni stefnumótunarvinnu og greiningu á samkeppni, sem nauðsynlegt getur verið að endurnýja reglulega, tekur við markhópagreining. Góð þekking á markhópum fyrirtækisins er grundvallaratriði áður en hægt er að taka ákvarðanir um þær markaðsaðgerðir sem notaðar verða. Fjöldi markaðsaðgerða stendur fyrirtækjum til boða og ræðst valið m.a. af markhópum fyrirtækisins, fjármagni til markaðssetningar og þekkingar og reynslu starfsmanna. M.a. geta fyrirtæki nýtt sér beina markaðssetningu, ýmsar leiðir til markaðssetningar á netinu og hefðbundna miðla á borð við sjónvarp, útvarp og prentmiðla. Engin ein markaðsaðgerð er nægileg og því þarf að finna það samspil nokkurra leiða sem best hentar hverju fyrirtæki. Nauðsynlegt getur verið að leita sér aðstoðar utanaðkomandi fagaðila en þá er einnig mikilvægt að vera upplýstur kaupandi að markaðsþjónustu.

Efni um markaðsmál

Ráð um árangur í markaðsmálum

Sigurður Svansson hjá Sahara deilir með okkur sínum ráðum um hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að … Meira

Bjarki Pétursson - markaðsmál

Aukum arðsemi með nýjum viðskiptavinum

​Bjarki Pétursson, sölu og markaðsstjóri  hjá Zenter, fór yfir leiðir til að finna nýja … Meira

Þóranna K. Jónsdóttir - markaðsmál

Á sandi byggði heimskur maður…

Hversu vel þekkir þú markhópinn þinn og hversu vel þekkir þú samkeppnina? Ef þú hefur ekki skýr svör … Meira

Meira efni um markaðsmál...

Fylgstu með!

Fáðu efni frá Litla Íslandi beint í pósthólfið þitt.

Hús atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík
S: 591 0000
N: litlaisland@litlaisland.is

  • Email
  • Facebook
  • Fræðsla
  • Persónuverndarstefna

Skráðu þig á póstlistann!