Fræðslufundaröð Litla Íslands árið 2017 lauk með opnum fundi um bókhald. Þetta var sjötti fundur Litla Íslands það haustið þar sem sjónum var beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og því sem einkennir vel rekin fyrirtæki.
Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari, ráðgjafi og eigandi hjá Bókhaldi og kennslu og formaður Félags bókhaldsstofa, fjallaði um lykilatriði í bókhaldi og mikilvægi bókhalds sem stjórntækis í rekstri.