Með sterku baklandi getur þú tekið fyrirtækið þitt lengra!

Litla Ísland er hér til að hjálpa þér að efla samkeppnishæfni fyrirtækisins þíns
og gefa litlum og meðalstórum fyrirtækjum rödd til áhrifa í íslensku rekstrarumhverfi.

Þú þarft ekki lengur að vafra ein(n) í eyðimörkinni í leit
að réttu leiðunum til að efla reksturinn þinn. Við vísum þér í rétta átt.

Ein(n) og óstudd(ur) hefurðu takmörkuð áhrif á rekstrarumhverfi þitt,
en saman getum við látið í okkur heyra og
haft áhrif á það sem skiptir rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja máli.

Saman myndum við sterka rödd til áhrifa!

Frá því fyrir síðustu aldamót hafa SA og undirsamtök þeirra gætt hagsmuna íslenskra fyrirtækja með fjölmörgum hætti. Þó að kjarasamningar og vinnuréttarmál séu oft sýnilegustu hagsmunamálin eru þau bara hluti af starfseminni. Undirsamtökin gegna mikilvægu hlutverki, bæði með hagsmunagæslu fyrir viðkomandi starfsgreinar, en ekki síður með því að stuðla að aukinni samkeppnishæfni fyrirtækja innan sinna raða. Litla Íslandi er ætlað að standa sérstaklega vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja og auka samkeppni þeirra með eflingu rekstrar í gegnum fræðslu og leiðsögn, en ekki síður með því að skapa sterka sameinaða rödd til áhrifa í íslensku atvinnulífi.

Gerstu aðili að Litla Íslandi!

Litla Ísland er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins (SA), Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF),
Samtaka iðnaðarins (SI), Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ).
Samtök atvinnulífsins eru regnhlífarsamtök síðargreindu samtakanna.

Til að vera með, gerist fyrirtækið þitt aðili að viðeigandi undirsamtökum fyrir þína starfsgrein
og gerist þá um leið aðili að SA og Litla Íslandi.

Aðild að Litla Íslandi

Hvað færðu á Litla Íslandi?

  • Styrktu þig og starfsfólkið þitt með rekstrarfræðslu

    Gagnlegar upplýsingar um rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Margvísleg fræðsla um rekstrargrunn og rekstrarumhverfi fyrirtækja.

  • Efldu tengslanetið þitt í atvinnulífinu

    Tengslamyndun milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi.

  • Bættu reksturinn

    Fáðu heilsufarsmælingu á fyrirtækinu þínu með rekstrarviðtali við sérfræðing Litla Íslands og leiðbeiningum um hvert þú getur leitað.

  • Taktu þátt!

    Tækifæri til þáttöku í hinum ýmsum verkefnum og viðburðum tengdum Litla Íslandi.

Aðild að Samtökum atvinnulífsins

Aðild að Samtökum atvinnulífsins er sæti við borðið þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í íslensku atvinnulífi og tækifæri til að hafa áhrif á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.

  • Vertu hluti af rödd atvinnulífsins

    SA er málsvari sinna fyrirtækja í almennum hagsmunamálum atvinnulífsins og þau samtök sem aðrir aðilar, s.s. stjórnvöld og stéttarfélög, leita samráðs við um mikilvæg málefni.

  • Hafðu áhrif á starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja

    SA hafa jákvæð og mótandi áhrif á starfsumhverfi atvinnulífsins og stuðla að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri.

  • Fáðu aðgang að þjónustuvef og formasafni

    Á þjónustuvef og í formasafni SA finna félagsmenn mikið af gagnlegum upplýsingum, sniðmátum og skjölum sem tryggt geta að rétt sé farið með fjölmörg mál.

  • Greiningar á skilyrðum og horfum í atvinnulífinu

    SA eru með puttann á púlsinum og aðstoða fyrirtæki sín við að fylgjast með rekstrarumhverfinu með öflugum greiningum og upplýsingagjöf.

  • Taktu þátt í mótun laga og reglna

    SA eru virkir þátttakendur í mótun laga og reglna sem tengjast í íslensku atvinnulífi og með aðild hefur þú kost á að hafa þín áhrif.

  • Aðgangur að sérfræðiþjónustu í vinnumarkaðs- og vinnuréttarmálum

    Vinnumarkaðssvið þjónustar félagsmenn sína hvað varðar lögfræðilega aðstoð við túlkun kjarasamninga og stjórn starfsmannamála (s.s. ráðningar, uppsagnir, vnnutími, veikindaréttur, orlof o.fl.).

  • SA sér um gerð kjarasamninga

    SA sér um gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sem falið hafa SA umboð til þess.

  • Samskipti fyrir þína hönd við stéttarfélög og lögmenn vegna ágreiningsmála

    SA gegna sambærilegu hlutverki fyrir fyrirtæki sín og stéttarfélög gæta fyrir starfsmenn og geta því séð um ýmis ágreiningsmál við starfsmenn sem upp geta komið.

  • Málflutningur fyrir Félagsdómi í fordæmisgefandi málum

    SA sinnir málflutningi fyrir Félagsdómi og almennum dómstólum í fordæmisgefandi málum á sviði vinnuréttar og verndar þannig hagsmuni sinna fyrirtækja.

Aðild að undirsamtökum

Í undirsamtökum SA er unnið að hagsmunamálum og framþróun viðkomandi atvinnugreina. Þar býðst félagsmönnum m.a. aðgangur að ýmiskonar fræðsluefni og starfi, lögfræðilegri aðstoð og annarri þjónustu sérfræðinga. Innan sinna atvinnugreina gegna samtökin mikilvægu hlutverki:

  • Hafðu áhrif á starfsumhverfi greinarinnar þinnar

    Hver samtök um sig leitast við að hafa jákvæð og mótandi áhrif á starfsumhverfi þeirra greina atvinnulífsins sem þau eru fulltrúar fyrir og stuðla að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri innan greina sinna.

  • Fáðu greiningar á skilyrðum og horfum í þinni atvinnugrein

    Samtökin eru með puttann á púlsinum í sínum atvinnugreinum og aðstoða fyrirtæki sín við að fylgjast með rekstrarumhverfinu með öflugum greiningum og upplýsingagjöf.

  • Taktu þátt og hafðu áhrif

    Innan hverra samtaka um sig gefst þér kostur á að taka þátt í margvíslegu starfi og hafa áhrif á hluti sem skipta þitt fyrirtæki máli.

  • Öflug fræðsla

    Samtökin standa fyrir markvissri fræðslu fyrir félagsmenn sína sem tengjast þeim greinum sem innan þeirra starfa.

  • Vertu hluti af rödd þinnar atvinnugreinar

    Hver samtök eru rödd viðkomandi greinar innan atvinnulífsins og málsvari félagsmanna í hagsmunamálum þeirra.

  • Málarekstur í dómi og gagnvart stjórnvöldum

    Samtökin reka mál fyrir dómi og gagnvart stjórnvöldum í málum sem snerta málefni viðkomandi atvinnugreinar og réttindi félagsmanna.

  • Taktu þátt í mótun laga or reglna þinnar atvinnugreinar

    Samtökin eru fulltrúar viðkomandi atvinnugreinar og taka þátt í mótun og framkvæmd laga og reglna sem snúa að þeirra greinum.

Komdu og vertu með!

Veldu þau samtök sem best eiga við þitt fyrirtæki og sæktu um aðild. 

Við hlökkum til að fá þig í hópinn á Litla Íslandi!

Ferða-þjónustan
SAF
Fjölbreyttur iðnaður
SI
Fjármála-fyrirtæki
SFF
Verslun og þjónusta
SVÞ